Skilmálar

Skilmálar

Afhending vöru og áhættuskipti

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag af seljanda til dreifingaraðila eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.

Öllum pöntunum er dreift af Gorilla vöruhúsi og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningskilmálar Gorilla vöruhús um afhendingu vörunnar. 

Ef kaupandi vitjar ekki söluhlutar eða önnur atvik verða sem hann ber ábyrgð á, flyst áhættan yfir á kaupanda þegar hlutur er honum til reiðu á umsömdum afhendingarstað. Ef samið hefur verið um annan afhendingarstað en hjá seljanda flyst áhættan yfir til kaupanda þegar varan er afhent á umsömdum tíma og stað og/eða kaupanda er kunnugt um að varan er tilbúin til afhendingar.

Áhætta af söluhlut flyst yfir til neytenda þegar hann hefur veitt honum viðtöku  Þegar áhætta af hinni seldu vöru hefur flust yfir til kaupanda hefst skylda hans til þess að greiða kaupverðið þótt varan kunni eftir það að farast, skemmast eða rýrna ef um er að ræða atvik sem ekki má rekja með beinum hætti til seljanda.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er samkvæmt verðskrá Gorilla vöruhúss.

Verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.

Byssuskápur.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og hætta við pantanir ef verð vöru er rangt skráð í vefverslun.

 

Greiðslur

Hægt er að greiða með debet og kreditkortum í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Salt Pay. Byssuskapur.is tekur ekki við eða geymir kortaupplýsingar. 

 

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskipavinum boðin ný vara í staðinn ásamt því að byssuskapur.is greiðir sendingarkostnað kaupanda. Sé varan ekki til á lager er hún endurgreidd að fullu. Tilkynningarfrestur kaupanda vegna vörugalla er 2 ár eða eftir atvikum 5 ár ef hluti er ætlaður til verulega lengri endingartími en almennt gerist sbr. 2. mgr.  27. gr laga um neytendakaup.  Að öðru leyti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.

 

Skilafrestur og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup í vefverslun að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við vöruskil verður kvittun að fylgja. Flutnings og póstburðargjöld eru þó ekki endurgreidd. Kaupandi ber ábyrgð á vöru við skil þar til hún hefur borist Byssuskapur.is. Allar fyrirspurnir skulu berast á Byssuskapur@byssuskapur.is. Athugið að skilaréttur þessi gildir ekki um sérpantanir né útsöluvörur. Endurgreiðsla er í formi inneignar eða vöruskipta.

 

Trúnaður

Byssuskápur.is heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema svo beri skylda til gagnvart lögum.

 

Fyrirvari og varnarþing

Öll ákvæði skilmálanna hér fyrir ofan ber að tulka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur mili aðila skal bera málið undir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugir það ekki verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Það skal gera í íslenskri lögsögu á varnarþingi seljanda í Héraðsdómi Reykjaness.

 

Vefverslun byssuskapur.is er rekin af Byssuskapur.is., lögheimili Kópavogsbraut 4, 200 Kópavogur, kt 1409883169, VSK númer 147023